Ég elska kókos lykt. Þessvegna ákvað ég, í síðasta mánuði, þegar ég var að skoða í snyrtideildinni í Hagkaup, að kaupa mér kókos sjampó, hárnæringu og andlitsskrúbb.
Andlits-skrúbbinn er ég mjög ánægð með, hann þrífur vel og er góð lykt af honum. Kostaði eitthvað rétt undir 1.000 kr. minnir mig.
Shampóið og Hárnæringin er hinsvegar alveg glatað. Það kemur e n g i n kókos lykt af hárinu og það verður bara stíft og leiðinlegt - fékk meira að segja flösu af því, það er eitthvað sem ég hef aldrei verið að glíma við :/ mikil vonbrigði þar sem þetta er líka selt í stórum brúsum.
~ Karen Sif
No comments:
Post a Comment