Sunday, October 17, 2010

Make Over

Ég gerði verkefni í skólanum sem átti að vera í blaði hér á landi en var svo vesen með myndirnar, þar sem ristrjórinn vildi hafa hvítann bakgrunn - tekið í stúdíói en ekki landslag, sagði að hvítt væri fallegra í blaði. Allt mjög leiðinlegt þar sem mikil vinna var lögð í verkefnið og hún sagði aldrei neitt um það þegar við byrjuðum!


Allir sem tóku þátt í verkefninu með mér eru ungir krakkar á Akureyri.

Guðrún Jónína Jónsdóttir var módel - systir mín.
Ivan Mendez hárgreiðslunemi sá um að klippingu,litun og greiðslur.
Ég sá um stíliseringu og förðun.
Helena Rut nemi á listnámsbraut tók myndirnar.
Fötin fengum við frá Galleri á Akureyri.

Ég byrjaði á því að litagreina hana og finna út hvaða litir fara henni best. Eftir því tók ég hana í fatastíl og fann út hvaða snið fara henni best með það í huga hvað það væri sem hún væri ánægðust með og óánægðust - s.s. földum það slæma og gerðum meira úr því góða. Allt er þetta gert eftir ákveðnum formúlum og líkamsvexti. Hún er t.d. hjartalaga.


Ég gerði þrenn look, eitt skóla, eitt svona helgar/ semi fint að degi til og svo fínt kvöldlook eftir hennar stíl - s.s. einsog hún myndi vilja vera.




Fyrir - Hún var með sítt hár, litað dökkbrúnt.


~ Karen Sif

Sunday, October 3, 2010

DermaNew

Prófaði nýju DermaNew græjuna mína í gær.
Oh vá, þetta er æði - húðin verður silkimjúk. Kandee Johnson vinkona mín getur sínt ykkur betur hvernig þetta virkar:


http://www.youtube.com/watch?v=ZrlB5OxbC7Y

Var búin að reyna að uploada video-inu hérna en það bara virkaði ekki svo linkurinn verður að duga.

~ Karen Sif

Monday, September 20, 2010

:/


Er orðin nett stressuð fyrir að fara í Forever 21 miðað við dómana sem búðin hefur fengið frá íslenskum stelpum undanfarið. En F21 er sú búð sem ég er búin að vera hvað spenntust að komast í, vona svo innilega að hún valdi mér ekki jafn miklum vonbrigðum og mörgum.


Hefði t.d. ekkert á móti því að fá þetta dress :þ

~ Karen Sif

Sunday, September 19, 2010

Kósý


Kósýkvöld í gær með Ste.



Dear John, kertaljós, jarðaber með bræddu súkkulaði og kók í kampavínsglösum, naííz.

~ Karen Sif

Saturday, September 18, 2010

Love you


Stefán besti sá til þess að þessi jakki mun bíða eftir mér,
þegar ég kem til Bandaríkjanna eftir f j ó r a daga!


~ Karen Sif

Spennóóó

Er búin að vera gera mjög skemmtilegt verkefni þar sem ég stökk beint útí djúpulaugina - fyrstu vikuna í skólanum. Wúff, pottþétt ekki mitt besta á önninni þar sem ég var bara búin að fara í einn bóklegan og prufu verklegan tíma, en þetta var ógeðslega gaman :D

.. Má ekki segja neitt strax né birta - kemur allt í ljós í þarnæstu Viku :) :) :)

Mynd af Google

~ Karen Sif

Yes to Carrots

OmgZ .. var að prófa maska sem ég keypti mér í The Pier um daginn. Heitir Yes to carrots og ég er rosa ánægð með hann, húðin er alveg silkimjúk. Samt ekkert geðveikt lykt af honum en ég hef fundið þær verri :)


~ Karen Sif

Friday, September 3, 2010

Coconut

Ég elska kókos lykt. Þessvegna ákvað ég, í síðasta mánuði, þegar ég var að skoða í snyrtideildinni í Hagkaup, að kaupa mér kókos sjampó, hárnæringu og andlitsskrúbb.



Andlits-skrúbbinn er ég mjög ánægð með, hann þrífur vel og er góð lykt af honum. Kostaði eitthvað rétt undir 1.000 kr. minnir mig.

Shampóið og Hárnæringin er hinsvegar alveg glatað. Það kemur e n g i n kókos lykt af hárinu og það verður bara stíft og leiðinlegt - fékk meira að segja flösu af því, það er eitthvað sem ég hef aldrei verið að glíma við :/ mikil vonbrigði þar sem þetta er líka selt í stórum brúsum.

~ Karen Sif

Thursday, September 2, 2010

Brandari.

Haha er búin að sjá þennan brandara í status hjá nokkrum skvísum í dag:

Stundum nota ég hársápuna til þess að þvo restina af líkamanum...í morgun las ég á flöskuna og þar stóð : ''gefur extra fyllingu''..... váááá..engin furða að ég hef fitnað... framvegis ætla ég að nota uppþvottalögin - en á þeirri flösku stendur: '' fjarlægir alla fitu''

... hahahahaah :) :) :)

Friday, August 27, 2010

Wednesday, August 25, 2010

Tired


Ég er rosalega þreytt, svaf eiginlega yfir mig í morgun - hafði ekki tíma til að fara í sturtu og það skemmir eiginlega daginn. Maður er með mygluna allann daginn finnst mér, ohh.

Vildi óska að ég drykki kaffi núna, mér finnst það bara svo vont. Hvernig verður það gott án þess að það sé 1000 kaloríur?? :/

~ Karen Sif



Forever Rings

Elska ekki bara að skoða fötin á Forever 21 heldur fylgihlutina líka - hérna eru nokkrir hringar sem ég myndi ekkert neita;









Mikið finnst mér uglurnar sætar.

~ Karen Sif

Tuesday, August 24, 2010

Chanel


Úlalaaa - sá á facebook hjá Nude magazine að það væru að koma ný Chanel naglalökk - en í limited edition, 10. september.


Held fast í vonina að þau verði ekki uppseld 23. þegar ég fer í Mall of America. Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Langar mest í Khaki Rose en held ég myndi taka Khaki Brun líka .. eða bara öll þrjú þar sem hermannagræni liturinn veðrur svo heitur í vetur :þ

Karen Sif

Forever 21



Get reynar ekki beðið eftir að komast út til USA í september og rölta inní Forever 21 og vonandi tæma búðina! Elska að skoða new arrivals. Haust vörunum er sífellt að fjölga og það eykur spennuna til muna. Þetta eru flíkur sem ég myndi pottþétt verlsa ef ég væri úti n ú n a ;











L O V E I T

~ Karen Sif

Kiwi

Er með kiwi æði. Mmm mikið eru þau góð - og ekki skemmir fallegi græni liturinn fyrir :)


Girnilegt .. ;D

Fáðu þér kiwi :þ

~ Karen Sif

I like


Ég skal taka það á mig að ég er rosalega mikill internet-shopper. Þá aðalega frá USA eeen það er ein síða hérna á Íslandinu góða sem ég hef panntað af og er með frábær verð.

Í vor pantaði ég mér þaðan fínan blazer jakka, tvo fína kjóla og einn klút á 16.000 kr með sendingarkostnaði til Akureyrar. Núna áðan stóðst ég ekki mátið og pantaði mér þennan kjól;


Mjög Miu Miu - legur. Ég bara varð að eignast hann, finnst hann ekkert smá sætur og kostaði 5.890 kr :D

www.kolrassa.is er síðan og það er einnig Facebook síða sem heitir Netverslun Kolrassa.

~ Karen Sif

Friday, August 13, 2010

No more glansedíí

Ókey kannski pínu lame að skrifa þetta afþví að ég er að selja þetta, eeen ég elska þetta bara svo mikið að ég verð.

Ég er ógeðslega mikið glans face og glansa alltaf svona þegar líða fer aðeins á morguninn og alveg verst seinnipartinn og hræðilegt um kvöld ef ég er ekki alltaf að laga meikið og svona. En ég er búin að finna æði æði æði tríó sem ég glansa e k k e r t af :D og það eru ódýru Golden Rose vörurnar ( sem ég er að selja )

Okey trikkið er:


Fluid Foundation - Meik sem er með raka ( kemur jafnvægi á húðina) og sólavörn 15. Kostar 2.900 kr. m/ sendingarkostnaði


Compact Powder - Púður sem ég set yfir meikið - kostar 1.900 kr. m/sendingarkostnaði



Multy Color Bronzing Powder - Sólarpúður sem ég set svo á eftir púðrinu til að fá smá auka ferskleika - kostar 2.000 kr. m/ sendingarkostnaði

Love it :)

xxo ~ Karen Sif

Tuesday, August 10, 2010

VS Body Spray

Victoria's Secret Body Spray eru algjör snilld, kosta lítið og er hægt að nota sem ilmvatn. Ég á nokkra svona brúsa síðan í fyrra með mismunandi ilmum en núna eru komnar nokkrar nýjar lyktir. Hér eru nokkur dæmi sem mér lýst vel á :

Coconut Passion

Luscious Kisses

Shea Butter Soft Embrace


Cocoa Butter Sensuous Escape



Mango Temptation

Þessar lyktir hljóma allavegana vel og vonandi lykta þær vel líka :D

xxo ~ Karen Sif