Tuesday, July 20, 2010

Græn epli

Í langan tíma hafði ég ekki borðað epli, því mér fannst svo leiðinlegt að skera þau og svo vont að bíta beint í flusið.
En ég sá í Byko í janúar þessa snilldar græju, sem er mjög einföld en bjargar manni alveg með eplin (nota þetta reyndar líka fyrir perur ).


En það varð þannig í dag að ég var að nota græjuna og þá fór allt í steik. Hún bara brotnaði öll og var föst inní miðju epli :/ Ég þurfti að brjóta og skera eplið útfrá græjunni en þetta var allt mjög óheppilegt þar sem ég var orðin sein.

Þar sem ég er með æði fyrir grænum eplum og perum, þá get ég ekki án græjunnar verið, svo ég brunaði strax og ég var búin í vinnuni í Byko og keypti mér 2 stk. ( Ef hin myndi brotna ;)


Þetta er græjan




Græjan eftir hremmingarnar



Nýja græjan brotnaði ekki :)


Algjör snilld - kostar bara 390 kr.

xxo ~ Karen Sif

1 comment: