Friday, August 27, 2010

Wednesday, August 25, 2010

Tired


Ég er rosalega þreytt, svaf eiginlega yfir mig í morgun - hafði ekki tíma til að fara í sturtu og það skemmir eiginlega daginn. Maður er með mygluna allann daginn finnst mér, ohh.

Vildi óska að ég drykki kaffi núna, mér finnst það bara svo vont. Hvernig verður það gott án þess að það sé 1000 kaloríur?? :/

~ Karen Sif



Forever Rings

Elska ekki bara að skoða fötin á Forever 21 heldur fylgihlutina líka - hérna eru nokkrir hringar sem ég myndi ekkert neita;









Mikið finnst mér uglurnar sætar.

~ Karen Sif

Tuesday, August 24, 2010

Chanel


Úlalaaa - sá á facebook hjá Nude magazine að það væru að koma ný Chanel naglalökk - en í limited edition, 10. september.


Held fast í vonina að þau verði ekki uppseld 23. þegar ég fer í Mall of America. Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Langar mest í Khaki Rose en held ég myndi taka Khaki Brun líka .. eða bara öll þrjú þar sem hermannagræni liturinn veðrur svo heitur í vetur :þ

Karen Sif

Forever 21



Get reynar ekki beðið eftir að komast út til USA í september og rölta inní Forever 21 og vonandi tæma búðina! Elska að skoða new arrivals. Haust vörunum er sífellt að fjölga og það eykur spennuna til muna. Þetta eru flíkur sem ég myndi pottþétt verlsa ef ég væri úti n ú n a ;











L O V E I T

~ Karen Sif

Kiwi

Er með kiwi æði. Mmm mikið eru þau góð - og ekki skemmir fallegi græni liturinn fyrir :)


Girnilegt .. ;D

Fáðu þér kiwi :þ

~ Karen Sif

I like


Ég skal taka það á mig að ég er rosalega mikill internet-shopper. Þá aðalega frá USA eeen það er ein síða hérna á Íslandinu góða sem ég hef panntað af og er með frábær verð.

Í vor pantaði ég mér þaðan fínan blazer jakka, tvo fína kjóla og einn klút á 16.000 kr með sendingarkostnaði til Akureyrar. Núna áðan stóðst ég ekki mátið og pantaði mér þennan kjól;


Mjög Miu Miu - legur. Ég bara varð að eignast hann, finnst hann ekkert smá sætur og kostaði 5.890 kr :D

www.kolrassa.is er síðan og það er einnig Facebook síða sem heitir Netverslun Kolrassa.

~ Karen Sif

Friday, August 13, 2010

No more glansedíí

Ókey kannski pínu lame að skrifa þetta afþví að ég er að selja þetta, eeen ég elska þetta bara svo mikið að ég verð.

Ég er ógeðslega mikið glans face og glansa alltaf svona þegar líða fer aðeins á morguninn og alveg verst seinnipartinn og hræðilegt um kvöld ef ég er ekki alltaf að laga meikið og svona. En ég er búin að finna æði æði æði tríó sem ég glansa e k k e r t af :D og það eru ódýru Golden Rose vörurnar ( sem ég er að selja )

Okey trikkið er:


Fluid Foundation - Meik sem er með raka ( kemur jafnvægi á húðina) og sólavörn 15. Kostar 2.900 kr. m/ sendingarkostnaði


Compact Powder - Púður sem ég set yfir meikið - kostar 1.900 kr. m/sendingarkostnaði



Multy Color Bronzing Powder - Sólarpúður sem ég set svo á eftir púðrinu til að fá smá auka ferskleika - kostar 2.000 kr. m/ sendingarkostnaði

Love it :)

xxo ~ Karen Sif

Tuesday, August 10, 2010

VS Body Spray

Victoria's Secret Body Spray eru algjör snilld, kosta lítið og er hægt að nota sem ilmvatn. Ég á nokkra svona brúsa síðan í fyrra með mismunandi ilmum en núna eru komnar nokkrar nýjar lyktir. Hér eru nokkur dæmi sem mér lýst vel á :

Coconut Passion

Luscious Kisses

Shea Butter Soft Embrace


Cocoa Butter Sensuous Escape



Mango Temptation

Þessar lyktir hljóma allavegana vel og vonandi lykta þær vel líka :D

xxo ~ Karen Sif

Sephora.

Ú ú ú ú úúúú. Ég er offically in löv ...af Sephora (búð í USA). Ég vissi ekki af þessari búð fyrr en ég sá blogg um vörur á henni og fór að skoða. Eftir nánari fléttingar á síðunni komst ég að því að þetta er búð sem ég er að fara missa mig í. Hún selur nokkur merki sem ég hef verið að bíða eftir að eignast og bráðum verður það að veruleika :D Woop Woop

Urban Decay

Primer


All Nighter Long-Lasting Makeup Setting Spray





Laura Mercier Secret Camourflage Concealer
ST. Tropez Bronzing Mousse



Tweezerman plokkari


Naglalökk í öllum regnbogans litum

... og ég gæti haldið endalaust áfram! :)
www.sephora.com

xxo ~ Karen Sif

Monday, August 9, 2010

Ííííík ;D


Það sem ég er orðin spennt fyrir að fara út. Er s.s. að fara með Guðrúnu systur minni til USA núna 22.sept. Við fljúgum til Minneapolis sem er í Minnesota og verðum hjá frændfólki Stefáns sem búa í litlum bæ sem heitir Apple Valley og er bara rétt hjá Minneapolis. Mall of America sem er h u g e s mall er um 10 min frá þeim í keyrslu. Það er á fjórum hæðum, á þrem þeirra eru búðir og hver hæð er 1 míla á lengd og það eru búðir báðum megin :D Við verðum í 5 daga úti og ef ég þekki okkur rétt verður verslað M I K I Ð, hlegið, borðað og haft rosa gaman.

Þetta er einn inngangurinn af mallinu, ég er þarna litli punkturinn fyrir miðju með hvítan poka. Tekið í September í fyrra.

Ég á mjög erfitt með að láta síðuna
http://www.mallofamerica.com/ og allar undirsíðurnar þar vera! Er alltaf að skoða búðirnar, hvað er í boði, hvaða búðir er möst að fara í og hverjar mætti mögulega sleppa því það er svo mikið úrval. En það er svo erfitt að skoða síðurnar og kaupa ekki neitt, sérstaklega þegar það voru útsölur. Ég fékk leyfi frá þeim að panta á netinu og senda heim til þeirra þannig það bíða mín þrír pakkar þegar ég kem :D Ég meina, uppáhalds bh mínir voru á 50% útsölu í VS og Forever 21 er ódýrt fyrir - en það var útsala og það sem ég pantaði var hræódýrt!

Svo að sjálfsögðu er ég búin að skrifa innkaupalista og alltaf bætist við. Það er samt aðalega snyrtidót, krem og svoleiðis á honum, svo ég gleymi ekki hvað það heitir og svo ég snúist ekki í hringi í stóru búðunum og viti ekkert að hverju ég er að leita. Fötin ráða sér þegar í mallið er komið ;)

xxo ~ Karen Sif